Rúllandi gleði!

Ágústa Skúladóttir, Anna Kristinsdóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir og Örn Sigurðsson

Rúllandi mannréttinda gleði ríkti í herbúðum HJÓLASTÓLASVEITARINNAR þriðjudaginn 3. mars 2009 þegar hún tók við styrk að upphæð einni milljón króna frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.  Á verkefnaskrá sveitarinnar er að skemmta ungmennum landsins í félagsmiðstöðvum, framhaldsskólum og almennum borgurum víða þar sem heimildarmynd um hið kyngi magnaða efni „Uppistandarinn sem stendur ekki upp og ferðir hans“! 

Á því eina ári sem HJÓLASTÓLASVEITIN hefur starfað hefur hún komið fram  sautján sinnum og skemmt 1995 manns. Áhorfendur hafa verið á mjög breiðum aldri og gersamlega hrifist þar sem sveitin vekur athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu sem og eflir heilsu allra landsmanna með hlátri. Ljóst er að þetta framtak er algjör nýlunda og frumkvöðlastarfsemi sem sveitin er að framkvæma um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband