Færsluflokkur: Menning og listir
9.3.2009 | 13:26
Rúllandi gleði!
Rúllandi mannréttinda gleði ríkti í herbúðum HJÓLASTÓLASVEITARINNAR þriðjudaginn 3. mars 2009 þegar hún tók við styrk að upphæð einni milljón króna frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Á verkefnaskrá sveitarinnar er að skemmta ungmennum landsins í félagsmiðstöðvum, framhaldsskólum og almennum borgurum víða þar sem heimildarmynd um hið kyngi magnaða efni Uppistandarinn sem stendur ekki upp og ferðir hans!
Á því eina ári sem HJÓLASTÓLASVEITIN hefur starfað hefur hún komið fram sautján sinnum og skemmt 1995 manns. Áhorfendur hafa verið á mjög breiðum aldri og gersamlega hrifist þar sem sveitin vekur athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu sem og eflir heilsu allra landsmanna með hlátri. Ljóst er að þetta framtak er algjör nýlunda og frumkvöðlastarfsemi sem sveitin er að framkvæma um þessar mundir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 21:21
Ummæli í gestabók eftir giggið á Selfossi 10. jan. 2009
Menning og listir | Breytt 14.1.2009 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 00:35
HJÓLASTÓLASVEITIN rúllar yfir á Selfoss með UPPIHVAÐ?
Fjórir hjólastólar ásamt fríðu föru-nauti, MU-MÚ, Rampus og Stúfur hinn eini sanni sem neitar að fara til fjalla, leggja land undir fót og herja á Selfyssinga og nærsveitarmenn með sínu ærlega og frumsamda gríni í janúarbyrjun 2009.
Uppistandararnir eru fjórir fjörugir einstaklingar sem nota allir hjólastól, á alveg einstakan hátt! Þeir verða með uppistand eða sitdown og segja frá persónulegri og ópersónulegri reynslu af því að ferðast um á fjórum hjólum í landi tækifæranna. Um áskoranir í lífinu, huglægar sem hlutbundnar hindranir, ástina, ferðaþjónustu fatlaðra, geimverur, forseta lýðveldisins, alkahólsjúka hamstra, Perkúlahjónin í Finnlandi, tilskipanir og kvaðir Evrópu sambandsins, bónorðin tíu, afrakstur ástarviku Bolvíkinga, af fötluðum pólitíkusum.... og margt margt fleira.
Hvenær eiga Selfyssingar von á þessum hjólastólum í bæinn? Þegar jólin hafa gengið um garð og jólaskrautið fer í kassa og drunginn og tómleikinn fara á stjá, vömbina full af keti, kökum, karamellum, mandarínum og öli.
Í janúarbyrjun er tilhneiging hjá landanum að rjúka á hlaupabrettið og kaupa sér árskort í líkamsræktarstöð sem er gott mál en HJÓLASTÓLASVEITIN er með ódýra lausn við að ná af sér jólamatnum. Þú slærð tvær flugur í einu höggi með því að hlæja duglega svo að skvapið hristist til og frá. Súrefnismettun eykst við hláturrokur, lundin léttist, vöðvar styrkjast í andlitinu sem og á maganum, rassi og lærum.
Hristum upp í okkur, sitjum og stöndum saman, höfum gaman með því að koma saman í litla Leikhúsinu á Selfossi laugardaginn 10. janúar næst komandi. Látum jólaskvapið breytast í sixpakk á vömbinni með hlátri.
Miðaverð 1000 kr.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 20:33
Rúllandi jóla - hjólakveðja
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 00:46
UPPI HVAÐ í Iðnó sunnudag kl. 21.00
Eðalhúmor, gæðaleikur, algjör snilld ! - Harpa Arnardóttir
Sunnudagskvöldið 16. nóvember kl. 21.00 mun uppistandsgengið HJÓLASTÓLASVEITIN tröllríða Iðnó ( samt ekki bókstaflega ) og flytja frumsamið grínefni án þess að standa upp !
HJÓLASTÓLASVEITINA skipa 4. uppistandarar Guðríður Ólafsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Leifur Leifsson og Örn Sigurðsson.
HJÓLASTÓLASVEITIN hefur verið starfandi í rúmt ár og skemmt 1472 landsmönnum á öllum aldri við frábærar undirtektir og mun nú sem vanalega láta gamminn geysa um landsins mál og ómál, stjórnmál og óstjórnun, og það sem kallast gæti KREPPT AÐGENGI!!
KOMUM SAMAN OG STÖNDUM SAMAN...
JA NÁTTURULEGA EKKI ALLIR...
KREPPUMST SAMAN... Í FRAMAN !
Gestir kvöldsins eru: Uppistandarinn, tenórinn, trúðurinn, heimsmaðurinn og eineltisbarnið STÚFUR eins og við höfum aldrei séð hann áður !
Brúðumeistarinn BERND OGRODNIK sem mun sýna brot úr hinni margrómuðu sýningu
Umbreyting af sinni alkunnu snilld !
Kynnir: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR
Miðaverð 1000 kr.
Miðasala í síma 562-9700
IÐNÓ KL 21.00
Húsið opnar kl. 20.00
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 22:01
Fjórir fyndnir hjólastólar og tvö viðhengi
Hjólastólasveitina skipa:
Ágústa Skúladóttir formaður með meiru
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir ritari og uppistandari
Guðríður Ólafsdóttir gjaldkeri og uppistandari
Leifur Leifsson meðstjórnandi og uppistandari
Örn Sigurðsson meðstjórnandi og uppistandari
Ása Hildur Guðjónsdóttir varastjórn og tæknimaður
20.7.2008 | 21:14
Lög
Lög Hjólastólasveitarinnar
1. grein
Félagið heitir Hjólastólasveitin
2. grein.
Tilgangur félagsins er að skemmta fólki með uppistandi víðs vegar, innan lands sem utan. Vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu og efla heilsu allra landsmanna með hlátri.
3. grein.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að meðlimir félagsins flytji frumsamið efni á skemmtikvöldum, hátíðum, fundum og öðrum uppákomum, sjálfstætt og/eða í samvinnu við einstaklinga, félög og aðra hópa.
4. grein.
Aðalfund skal halda í apríl ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu. Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla formanns.
- Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
- Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
- Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál.
Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. Heimilt er að boða fundinn með tölvupósti en æskja um staðfestingar að hann hafi verið móttekinn. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á aðalfundi skal kjósa fimm menn í stjórn og einn til vara. Stjórn skipar, formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og einn varamann. Allir skulu kosnir til eins árs í senn.
5. grein.
Stjórnin fer með framkvæmdarstjórn á milli aðalfunda. Skipuleggur uppistand og önnur verkefni. Hún skal færa reikninga félagsins og leggja þá endurskoðaða fyrir aðalfund. Reikningsárið er almanaksárið.
6. grein.
Inntaka nýrra félaga getur stjórn samþykkt á almennum stjórnarfundi sínum.
7. grein.
Fé því sem félagið kemst yfir með starfsemi sinni eða eignast á annan hátt skal varið til greiðslu skulda félagsins og kostnaðar við starfsemi þess. Verði ágóði af starfsemi félagsins, skal hann mynda sjóð til eflingar starfsemi félagsins. Sjóðurinn skal ávaxtaður í viðurkenndri bankastofnun.
8. grein.
Hætti félagið starfsemi sinni skulu eignir þess ef einhverjar eru annað hvort afhentar Halaleikhópnum til varðveislu, uns annað félag með sambærileg markmið verður myndað og skal það þá erfa eignirnar eða til stofnenda félagsins. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um ofangreint atriði.
9. grein.
Tillögum til lagabreytinga skal koma til stjórnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingar skal geta í aðalfundarboði.
10. grein.
Tillögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og séu ¾ hlutar fundarmanna með breytingunni.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lög samþykkt á stofnfundi Hjólastólasveitarinnar 11. janúar 2008.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 20:50
Uppihvað ?
HJÓLASTÓLASVEITINA skipa þau Ágústa Skúladóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Örn Sigurðsson og Leifur Leifsson.
Á haustdögum 2007 sóttu þau ásamt fleirum námskeið í uppistandi hjá Halaleikhópnum og kennari var Ágústa Skúladóttir leikstjóri og fyrrum uppistandari.
HJÓLASTÓLASVEITIN var fulltrúi Halaleikhópsins á einleikjahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga í Borgarleikhúsinu í október 2007 og vöktu mikla lukku hjá gestum og mikið lof gagnrýnanda hátíðarinnar.
Í framhaldi af námskeiðinu, kaffileikhúskvöldum Halaleikhópsins og leiklistarhátíð Bandalagsins hefur HJÓLASTÓLASVEITIN vakið mikla athygli m.a. á fundi kvennahreyfingar ÖBÍ, jóladagskrár Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og á Hvatningarverðlaunum ÖBÍ þann 3. desember sl. Sveitin fór einnig í ferð til Akureyrar 19. desember og var með uppistand í fjórum grunnskólum. Þar sem HJÓLASTÓLASVEITIN hefur fengið góð viðbrögð og mikinn meðbyr var ákveðið að stofna sjálfstætt félag.
Markmið og tilgangur HJÓLASTÓLASVEITARINNAR
Þann 11. janúar 2008 varð HJÓLASTÓLASVEITIN sjálfstætt félag þar sem tilgangur félagsins er að skemmta fólki með uppistandi víðs vegar, innan lands sem utan. Vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu og efla heilsu allra landsmanna með hlátri.
HJÓLASTÓLASVEITIN var með Uppihvað? í Hafnarhúsinu á Vetrarhátíð 7. febrúar sl. þar sem sveitin sló í gegn, troðfullt út úr dyrum og sumir gestir þurftu frá að hverfa. Og einnig var sveitin fengin til að vera á hláturdögum í Borgarleikhúsinu í lok maí sl. Ljóst er að það er alger nýlunda og frumkvöðlastarfsemi sem HJÓLASTÓLASVEITIN er að framkvæma um þessar mundir. Sveitin hefur það að markmiði sínu að troða upp reglulega og stefnan er ferð um landið þar sem tekin verður upp heimildarmynd um verkefnið í leiðinni.
20.7.2008 | 20:46
Umsagnir
Eðalhúmor, gæðaleikur, algjör snilld!
Hér fór stuttverkahátíðin á flug! Uppistand í hæsta gæðaflokki. Örn hóf flugið með glæsibrag frábærar tæmingar, fylgdi svo hver á fætur öðrum; Kolbrún heillandi, Guðríður með glimt í auga og Leifur frábær.
Hér laðar leikstjóri fram gæðaleik og eðalhúmor - leikandi snilld. Frábær vinna hjá Ágústu (Harpa Arnardóttir 2007 leiklist.is).
Þetta er mjög líflegur hópur með húmor fyrir fólk á öllum aldri sagði Ólafur Jarl 13 ára.
Uppistandið ágætt var
ekki er því að leyna.
Enda þarf ég ekki par
ykkur tvær að greina.
Helgi Seljan eftir Gospelkvöld í Hátúni 10. 31. janúar 2008
Hjólastólasveitin var tvisvar sinnum með uppistand á atburðum sem við fengum tækifæri til að sækja nýlega. Óhætt er að segja að uppistand Hjólastólasveitarinnar hafi vakið mikla lukku og kátínu meðal áhorfenda á öllum aldri.
Með góðum kveðjum frá starfsfólki félagsmálaráðuneytisins: Ingibjörgu Broddadóttur, Lindu Rós Alfreðsdóttur og Þór G. Þórarinssyni.
Menning og listir | Breytt 10.3.2009 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 20:41
Ferilskrá
Uppistand á vegum HJÓLASTÓLASVEITARINNAR eru eftirfarandi:
- 15 ára afmælishátíð Halaleikhópsins þann 29. september 2007, haldið hjá Halaleikhópnum að Hátúni 12, Reykjavík. Um 50 áhorfendur.
- Kaffileikhús Halaleikhópsins dagana 12. og 14. október 2007, haldið hjá Halaleikhópnum að Hátúni 12. Um 100 áhorfendur.
- Margt Smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, sem fram fór 6. október 2007 í Borgarleikhúsinu. Áhorfendur um 150.
- Fundur kvennahreyfingar ÖBÍ 28. nóvember 2007, Hátúni 10, Reykjavík. Um 50 áhorfendur.
- Jólabingó Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu að Hátúni 12, 1. desember 2007. Um 100 áhorfendur
- Hvatningarverðlaun ÖBÍ á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember 2007, sem fram fór í Þjóðminjasafni Íslands. Um 70 áhorfendur
- Ár jafnra tækifæra" á vegum SÞ, lokahátíð á vegum Félagsmálaráðuneytisins, haldin í Þjóðminjasafni Íslands, 13. desember 2007. Um 50 áhorfendur
- Ár jafnra tækifæra", lokahátíð haldin á Akureyri í
a) Brekkuskóla,
b)Oddeyraskóla,
c) Giljaskóla
d) Lundaskóla.
Alls fjögur uppistönd fyrir hádegi þann 19. desember 2007. Um 600 áhorfendur samtals. - Gospelkvöld að Hátúni 10. haldið þann 31. janúar 2008. Um 60 áhorfendur.
- Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, í samvinnu við List án landamæra haldið í Listasafni Reykjavíkur 7. febrúar 2008. Um 170-200 áhorfendur samtals.
- Hláturveisla hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu 31. maí 2008. Um 100 áhorfendur.
- Afmælishátíð Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2008. Um 150 áhorfendur.
- Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands 4. okt. 2008. 75 áhorfendur.
- Iðnó 16. nóv. 2008. 80 áhorfendur.
- Jólafundur FAAS des 2008, 50 áhorfendur.
- Jólafundur Samtaka sykursjúkra 4. des. 2008. 50 áhorfendur.
- FJÓRIR STÓLAR OG UPPSTÚFUR Litla leikhúsinu á Selfossi 10. jan. 2009, 60 áhorfendur.
- Opnunarhátið Listar án landamæra í Iðnó. 250 áhorfendur
- Kaffileikhús Halaleikhópsins 21. maí. 70 áhorfendur
- Kaffileikhús Halaleikhópsins 1. júní 60 áhorfendur
- 50 ára afmæli Sjálfsbjargar lsf. 6. júní 2009. 250 áhorfendur
- Tían félagsmiðstöð. 55 áhorfendur, 9. sept. 2009.
- Frosti félagsmiðstöð. Gestauppistandari Anna Svava Knútsdóttir, 16. sept. 2009. 50 áhorfendur
- Leikhúsveisla á stóra sviði Borgarleikhússins með List án landamæra 28. sept. 2009. 510 áhorfendur.
- Uppi hvað í Gaflaraleikhúsin. 2. des. 2010. 50 áhorfendur
- Uppi hvað í Gaflaraleikhúsin 13. apríl 2011. 130 áhorfendur
Menning og listir | Breytt 28.9.2011 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)