20.7.2008 | 20:46
Umsagnir
Eðalhúmor, gæðaleikur, algjör snilld!
Hér fór stuttverkahátíðin á flug! Uppistand í hæsta gæðaflokki. Örn hóf flugið með glæsibrag frábærar tæmingar, fylgdi svo hver á fætur öðrum; Kolbrún heillandi, Guðríður með glimt í auga og Leifur frábær.
Hér laðar leikstjóri fram gæðaleik og eðalhúmor - leikandi snilld. Frábær vinna hjá Ágústu (Harpa Arnardóttir 2007 leiklist.is).
Þetta er mjög líflegur hópur með húmor fyrir fólk á öllum aldri sagði Ólafur Jarl 13 ára.
Uppistandið ágætt var
ekki er því að leyna.
Enda þarf ég ekki par
ykkur tvær að greina.
Helgi Seljan eftir Gospelkvöld í Hátúni 10. 31. janúar 2008
Hjólastólasveitin var tvisvar sinnum með uppistand á atburðum sem við fengum tækifæri til að sækja nýlega. Óhætt er að segja að uppistand Hjólastólasveitarinnar hafi vakið mikla lukku og kátínu meðal áhorfenda á öllum aldri.
Með góðum kveðjum frá starfsfólki félagsmálaráðuneytisins: Ingibjörgu Broddadóttur, Lindu Rós Alfreðsdóttur og Þór G. Þórarinssyni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 10.3.2009 kl. 08:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.