Leikhúsveisla í Borgarleikhúsin 28. sept. nk. kl. 20.00

List án landamæra mun blása til stórbrotinnar leikhúsveislu í Borgarleikhúsinu mánudaginn 28. September kl. 20.00, í kjölfarið á norrænu ráðstefnunni „Líf og list án landamæra“ sem List án landamæra stendur fyrir sama dag á Grand Hóteli.

 .

Norski hópurinn Dissimilis mun flytja verkið Árstíðirnar fjórar á stóra sviðinu, en hópurinn kemur hingað til lands í boði Listar án landamæra og Norrænu ráðherranefndarinnar.

.

Dissimilis verða ekki ein um stóra svið Borgarleikhússins, því eftirtaldir hópar munu einnig stíga á sviðið: HJÓLAST'OLASVEITIN með Uppi hvað, Tjarnarleikhópurinn með Hótel Hrollstaði og  Ég og vinir mínir með brot úr Húmanímal.

.

Frítt er á Leiksýninguna, en þeir sem vilja tryggja sér sæti er bent á að hafa samband við Þroskahjálp í síma 588-9390 eða netfang: asta@throskahjalp.is

.

Dissimilis

DISSIMILIS

Fyrir u.þ.b. 30 árum sat Kai Zahl, faðir þroskahefts ung manns, og átti erfitt með að sætta sig við að stærsti draumur sonar hans um að spila á hljóðfæri og spila í hljómsveit gæti ekki orðið að veruleika því að sonurinn gat ekki lesið nótur. Kai tók að hanna einfalt nótnakerfi með litum sem gerði syni hans kleift að læra að spila á hljóðfæri og 1981 var fyrsta hljómsveit hans stofnuð. Þetta var upphafið að Dissimilis.


Næstu árin fóru fleiri að  æfa með Dissimilis og árið 1987 skrifaði Kai Zahl söngleik fyrir hópinn. Fyrsta sýning þeirra var sýnd fyrir fullu húsi í Hljómleikahöllinni í Osló. Þetta var í fyrsta skipti sem eingöngu einstaklingar með þroskaskerðingu komu fram á sýningu í Osló og olli hún afgerandi hugarfarsbreytingu sýningargesta.

 

Áfram var haldið næstu árin, hljómsveitirnar urðu fleiri og fjölbreyttari og danshópar og kórar bættust við. Í dag eru um 800 meðlimir í Dissimilis í Noregi og um 2500 í öðrum löndum.


Fyrir ári síðan sýndi hópurinn óperuna „Jenny, en annerledes opera“ í nýju Norsku óperunni í Osló við frábærar undirtektir og nú eru þau komin til Íslands og sýna okkur verkið Árstíðirnar fjórar.

Leikstjóri og Danshöfundur: Kari Beth Thørrisen.
Píanóleikari: Tatiana Fokina.
Leikarar: Alexander Stangeby Paulsen, Elin Hellesvik, Else-Mari Andreassen, Emilie Grenan, Gry-Lillian Nilsen, Jon Bjørlykke, Kasper Blaauw Johansen, Kjetil Ringen, Markus Lie Tønnesen, Philip Willoch Syse, Mathias Hernes, Mari Hegdal, Marie Underland Mjelva, Saga Haugland, Solveig Aksnes, Solveig Aaland, Stein Kristiffersen, Stian Mørk, Thea Berg Dønås, Thor-Arne Korsell, Trine Kramås og Ådne Klungseth.

 

hjolastolasveitin

 

HJÓLASTÓLASVEITIN

 

Þann 11. janúar 2008 varð Hjólastólasveitin formlega til en hún er sprottin upp af námskeiði hjá Halaleikhópnum haustið 2007. Tilgangur félagsins er að skemmta fólki með uppistandi víðs vegar, innanlands sem utan, vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu og efla heilsu allra landsmanna með hlátri.

Á þeim tveim árum sem Hjólastólasveitin hefur starfað hefur hún komið fram í 21 skipti vítt og breitt um landið. Ljóst er að þetta framtak er algjör nýlunda og frumkvöðlastarfsemi sem sveitin er að framkvæma um þessar mundir.

Hjólastólasveitina skipa: Ágústa Skúladóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdótti, Leifur Leifsson og Örn Sigurðsson.

.

tjarnarleikhopurinn

 

Tjarnarleikhópurinn

 

Tjarnarleikhópurinn samanstendur af ungu og spræku fólki sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og flestu menningartengdu. Leikararnir stunduðu allir leiklistarnám í framhaldsskóla og stofnuðu formlega Tjarnarleikhópinn þegar framhaldsskóla lauk.

Hópurinn hefur verið starfandi um nokkurra ára skeið og gert víðreist með sýningar sínar, sýnt innalands og erlendis en hópurinn sýndi verkið "Okkar eigin Shakespeare" í Danmörku fyrir tveimur árum við góðar undirtektir. Í hópnum er einnig liðtækt myndlistar- og tónlistarfólk og rithöfundar sem hafa lagt hópnum til handrit þótt flestar sýningar sínar vinni hópurinn í spunavinnu.

Tjarnarleikhópurinn mun flytja verkið Hótel Hrollstaðir. „Það er ekki fyrir alla að gista á hótel Hrollsstöðum – myndir þú þora?“

Leikarar:  Andri Freyr Hilmarsson, Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Auðun Gunnarsson, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Hildur Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson, Íris Björk Sveinsdóttir, Rut Ottósdóttir og Sigurgeir Sigmundsson.

Kennarar:  Anna Brynja Baldursdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðný María Jónsdóttir.

eg og vinir minir

Ég og vinir mínir

Húmanímal var frumsýnt í apríl 2009 og fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Hún hlaut 9 grímutilnefningar og var nýlega sýnd á Lókal leiklistarhátíðinni. Húmanímal er fyrsta samvinnuverkefni hópsins Ég og vinir mínir. Sýningin var unnin í spuna þar sem meðlimir hópsins deildu ástríðum sínum, löngunum, upplifunum og rannsóknum.

Í Húmanímal var fókuspunkturinn settur á mannlega hegðun. Hvatalíf mannsins, langanir, þrár og firring var meðal annars til umfjöllunar. Það má segja að mannskepnan hafi verið krufin til mergjar. Hvernig þróaðist þessi skrítna dýrategund? Hverjir eru siðir hennar? Hverjar eru langanir hennar og hvað gerist þegar hún sleppir fram af sér beislinu?

Leikstjórar:  Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson.

Búningar og leikmynd: Rósa Hrund Kristjánsdóttir.

Tónlist:  Gísli Galdur Þorgeirsson.
Leikarar:  Álfrún Helga Örnóflsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir, Jörundur Ragnarsson og Friðgeir Einarsson.

 

Frítt er á Leiksýninguna, en þeir sem vilja tryggja sér sæti er bent á að hafa samband við Þroskahjálp í síma 588-9390 eða netfang: asta@throskahjalp.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband